Jón Sigurbjörnsson 01.11.1922-

Jón fæddist að Ölvaldsstöðum í Borgarhreppi en ólst upp í Borgarnesi. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Reykvíkinga 1941, stundaði leiklistarnám hjá Lárusi Pálssyni 1944-45, fór til Bandarlkjanna, stundaði leiklistarnám við The American Academy of Dramatic Arts í New York City og lauk þaðan prófum vorið 1948, stundaði jafnframt söngnám í New York samhliða leiklistarnáminu, stundaði söngnám í Mílanó og í Róm á ítalíu 1951-64 og stundaði söngnám hjá Sigurði Demetz árum saman á Íslandi.

Jón hóf leiklistarferil sinn sem Hóraz í Hamlet hjá Leikfélagi Reykjavikur vorið 1949. Hann lék þar síðan næstu árin og var formaður Leikfélags Reykjavíkur 1956-59.

Jón var fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið 1960-67 að undanskildum árunum 1964 og 1965 er hann var ráðinn til Óperunnar í Stokkhólmi. Hann var síðan fastráðinn leikari við Leikfélag Reykjavikur 1967-92.

Jón flutti úr Reykjavík og að Helgastöðum í Biskupstungum 1992 og hefur átt þar heima síðan.

Jón var formaður Félags islenskra leikara á árunum 1961-63.

Úr grein um Jón áttræðann í Dagblaðiðinu Vísi - DV, 2. nóvember 2002, bls. 61.


Tengt efni á öðrum vefjum

Guðni Sig. Óskarsson uppfærði 22.02.2016