Hinrik Bjarnason 08.07.1934-

Hinrik Bjarnason fæddist í Ranakoti á Stokkseyri. Hann stundaði nám við Leikskóla Lárusar Pálssonar 1952-54, lauk kennaraprófi frá KÍ 1954, stundaði nám í félagsfræði í Danmörku og Svíþjóð 1958-59 og í Bandaríkjunum með Fulbrightstyrk 1959-60, sótti námskeið í upptökustjórn kvikmynda og sjónvarpsþátta hjá sænska sjónvarpinu 1968 og hefur sótt fjölda námskeiða í uppeldis- og kennslufræði, tómstunda- og æskulýðsstarfi, kvikmyndagerð og sjónvarpsstörfum. Hinrik var starfsmaður á Keflavíkurflugvelli 1953-56, skólastjóri Vistheimilisins í Breiðuvík 1956-58, kennari við Breiðagerðisskóla 1960-63 og Réttarholtsskóla 1963-71, framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs Reykjavíkur 1971-79, stundaði þáttagerð við Sjónvarpið 1966-75, var fyrsti umsjónarmaður Stundarinnar okkar, starfaði hjá Norðurlandasambandi sjónvarpsstöðva við gerð norrænna barna- og unglingaþátta 1969 og 1970, var deildar- og dagskrárstjóri lista- og skemmtideildar Sjónvarps 1979-85 og var deildarstjóri innkaupa- og markaðsdeildar Sjónvarps frá 1985-2000 er hætti störfum fyrir aldurs sakir. Hinrik sat í stjórn Bandalags íslenskra listamanna 1972-76, í framkvæmdanefnd alþjóðaárs barnsins 1979, í stjórn Kvikmyndasjóðs í nokkur ár frá stofnun 1979, auk þess sem hann hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum í stéttarfélögum kennara, borgarstarfsmanna og fyrir Félag kvikmyndagerðarmanna. Komið hafa út jólasöngtextar eftir Hinrik 1969 og 1987, auk þess sem hann er handritshöfundur að ýmsum leiknum sjónvarpsþáttum. Hann hefur starfað ötullega innan Rotary-hreyfingarinnar á Íslandi og var m.a. íslenskur ritstjóri Rotary Norden 2006-2009.

Viðtöl: Spyrill/hljóðritari

Viðtöl

Skjöl

Hinrik Bjarnason Mynd/jpg
img002 Mynd/jpg
img006 Mynd/jpg
img007 Mynd/jpg
img008 Mynd/jpg
img009 Mynd/jpg
img010 Mynd/jpg
img011 Mynd/jpg
img012 Mynd/jpg
Skipshöfn í Þorlákshöfn Mynd/jpg
Stokkseyri, séð til vesturs Mynd/jpg

Dagskrárgerðarmaður og dagskrárstjóri

Uppfært 17.02.2015