Magnús Einarsson 18.06.1848-12.03.1934

<p>Magnús organisti var hann venjulega nefndur í Norðurlandi.</p> <p>Hann er fæddur 8. júlí 1848 að Björgum í Köldukinn í S-Þingeyjarsýslu. Hann var af góðu fólki kominn. Foreldrar hans voru Einar bóndi Hjaltason og Arnfríður Jónsdóttir bónda að Björgum. Einar faðir Magnúsar bjó allan sinn búskap í Kinninni. Hann var talinn mikill eljumaður, þjóðhagasmiður, söngmaður góður og hagorður vel.</p> <p>Magnús varð snemma að fara til vandalausra og fara að vinna fyrir sér. Mun hann þá ekki hafa átt sjö dagana sæla. Á unglingsárum sínum aflaði hann sér þó tilsagnar í lestri, skrift, reikningi og dönsku. Hann las þá allar fáanlegar bækur, og varð hann fjölfróður, enda átti hann miklar og fjölþættar gáfur. Snemma kom það í Ijós, að hann hneigðist mjög að söng. Hann hafði ágæta rödd og var sí syngjandi.</p> <p>Sú saga er höfð eftir Magnúsi, að eitt sinn, er hann var á Akureyri, líklega um tvítugsaldur, hafi hann heyrt hljómsveit ensks herskips, er lá á höfninni. Settist hann þá niður í einhverja brekkuna, frá sér numinn af undrun og fögnuði og sat þá lengi dags í leiðslu, löngu eftir að hljómsveitin hætti. Þann dag grillti hann í nýjan heim. Eftir það snerist hugur hans um það eitt, að ná í lykilinn að þessum heimi. En það var ekki auðgert í þá dagi Liðlega tvítugur lærði hann þó að leika á harmóníum. Um 1875 ræðst hann organisti við kirkjuna Akureyri. Ekki var hann samt ánægður með kunáttu sína, því að nú fer hann suður til Reykjavíkur og er vetur víð nám hjá Jónasi Helgasyni. Taldi hann sig hafa lært þar mikið. Eftir það starfa? Magnús Einarsson á Akureyri til æfiloka að undanteknum þrem árum, sem hann var forsöngvar við Húsavíkurkirkju, en Björn Kristjánsson síða alþm. var þá organisti á Akureyri.</p> <p>Þó að Magnús Einarsson hafi ekki átt kost í löngum og reglubundnum námstíma, hafði hani nú aflað sér þeirrar undirbúningsmenntunar, sem kom honum að góðu haldi. — Haustið 1893 bregður Magnús sér til Kaupmannahafnar til hljómfræðináms. Æfði hann þá einnig orgelspil og lærði að blása á horn; hafði hann með sér blásturshorn, er heim kom. Aðalkennari hans var dr. Viggo Sanne.</p> <p>Það má vel geta sér þess til, að Magnús hafi nú getað komið miklu til leiðar, því að hann átti mikinn áhuga og starfsþrek. Það reyndist líka svo.</p> <p>Á Akureyri kom Magnús upp margrödduðum kirkjusöng. Hann kenndi á harmoníum og hann kenndi söng við barnaskólann og Möðruvallaskólann. Óhætt er að fullyrða, að með kennslu sinni við Möðruvallaskólann hafi Magnús haft víðtæk áhrif. Þann skóla sóttu gáfuð ungmenni víðsvegar af landinu og með mörgum þeirra barst síðar sönglíf og áhugi inn á fjölda heimila. Magnús var óþreytandi við að stofna og stjórna söngflokkum og lúðraflokkum. Karlakórinn „Hekla" er sá af söngflokkum Magnúsar, sem mestur Ijómi hefir staðið af. „Hekla" var fyrsti íslenski kórinn, sem fór í söngför til útlanda. Það var árið 1905. Kórinn fór til Noregs, en söng í leiðinni víða á Austfjörðum og í Færeyjum. Í Noregi söng kórinn í Bergen, Stavanger, Haugasundi og á Voss. Fékk hann ágætar viðtökur og góða dóma. Varð þetta því hin mesta sigurför fyrir Magnús Einarsson.</p> <p>Það var fyrst 1922, að Magnús Einarsson slíðraði söngsprotann, eftir nær 50 ára þróttmikið og óeigingjarnt starf.</p> <p>Á fyrstu árum Góðtemplarareglunnar gekk M. E. undir merki hennar og varð Reglunni hinn mesti stuðningur að starfi hans.</p> <p>Aldrei var Magnús í vandræðum með söngtexta, því að hefði hann þá ekki við hendina, orkti hann þá sjálfur. Hann var vel skáldmæltur. En vantaði hann lag við kvæði, er hann vildi láta syngja, samdi hann lagið sjálfur. Nokkur af lögum hans hafa verið gefin út.</p> <p>Alla æfi var Magnús fátækur, þó að hann væri sívinnandi. Framan af hafði hann jafnvel aðaltekjurnar af að stunda sjó innfirðis. — Hann fékk eina 75 aura fyrir hverja kennslustund í Möðruvallaskóla. Varð hann þó að brjótast yfir Hörgaá, óbrúaða, hvernig sem viðraði. Og sagt var, að sumar kennslustundirnar hefðu orðið nokkuð langar. . Síðustu árin naut Magnús friðsældar og hlýju. Hann var gerður riddari hinnar íslensku Fálkaorðu. Akureyrarbær veitti honum árleg heiðurslaun.</p> <p>Magnús dó 12. mars 1934. Akureyrarbær kostaði útförina, en gamlir Heklungar önnuðust allan söng og báru Heklufánann fyrir líkfylgdinni, sem var afar fjölmenn. Var útförin hin virðulegasta og samboðin slíkum merkismanni sem Magnús Einarsson var.</p> <p align="right">Íslenskir tónlistarmenn. Páll Halldórsson. Æskan. 1. ágúst 1940, bls. 84.</p>

Staðir

Akureyrarkirkja Organisti -

Erindi


Tengt efni á öðrum vefjum

Uppfært 10.07.2015