Jens Gíslason 15.07.1891-10.101949

Jens var fæddur 15. júlí 1891 í Feigsdal við Arnarfjörð. Foreldrar hans voru Gísli Árnason bóndi á Öskubrekku, Árnasonar hreppstjóra í Neðrabæ, Gíslasonar prests í Selárdal, Einarssonar, – og kona hans, Ragnhildur Jensdóttir bónda í Feigsdal, Þorvaldssonar bónda á Tjaldanesi, Ingimundarsonar. Hefir margur góður kvistur sprottið á þessum ættarmeiðum. Þau Gísli og Ragnhildur bjuggu síðar í Austmannsdal og á Króki í Selárdal. Gísli andaðist 5. marz 1921 en Ragnhildur er enn á lífi hjá dóttur sinni í Reykjavík, 79 ára gömul. Þau Gísli eignuðust 13 börn, og komust 10 þeirra á fullorðinsaldur, og var Jens elztur þeirra, er lifðu...

Íslendingaþættir. Dánarminning: Jens Gíslason í Selárdal. Tíminn. 27. október 1949, bls. 3.

Staðir

Selárdalskirkja Organisti -

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 31.03.2014