Júlíana Rún Indriðadóttir 14.01.1965-

<p>Júlíana Rún lauk burtfararprófi frá Tónskóla Sigursveins árið 1989 þar sem aðalkennari hennar var Brynja Guttormsdóttir. Jafnframt tónlistarnámi lauk Júlíana Rún B.S. gráðu í stærðfræði frá Háskóla Íslands. Hún stundaði síðan píanónám hjá Georg Sava í Berlín og Jeremy Denk og Edward Auer við háskólann í Bloomington í Indiana þaðan sem hún lauk meistaragráðu í píanóleik árið 1998. Hún hlaut TónVakaverðlaun ríkisútvarpsins árið 1995.</p> <p>Júlíana hefur komið fram á tónleikum sem einleikari, meðleikari og kórstjóri á Íslandi sem og í þýskalandi. Hún hefur starfað sem tónlistarkennari og meðleikari við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar frá árinu 1998.</p> <p>- - - - -</p> <p>Júlíana Rún graduated from the Sigursveinn D. Kristinsson Music School in 1989 where she studied the piano with Brynja Guttormsdóttir. She continued her piano studies with Georg Sava in Berlin and Jeremy Denk and Edward Auer at Indiana University, Bloomington where she completed her master's degree in piano performance in 1998. She received the TónVakinn, music prize of the Icelandic National Broadcasting Service, in 1995.</p> <p>Júlíana has appeared as a soloist , accompanist and choir master in Iceland and Germany. She works as a music teacher and an accompanist at the Sigursveinn D. Kristinsson Music School in Reykjavík.</p> <p align="right">Úr tónleikaskrá Sumartónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 21. júlí 2015.</p>

Staðir

Tónskóli Sigursveins Skólastjóri 2015-
Tónskóli Sigursveins Tónlistarnemandi -1989
Háskóli Íslands Háskólanemi -
Indiana háskóli Háskólanemi -1998
Tónskóli Sigursveins Tónlistarkennari 1998-

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi , leiðsögumaður , menntaskólakennari , píanókennari , píanóleikari , skólastjóri , tónlistarkennari og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 24.07.2015