Hallgrímur Pétursson 1614-27.10.1674

Prestur og skáld á 17. öld. Fæddur um 1614. Hóf nám við Hólaskóla en þótti svo óstýrilátur að hann var látinn fara úr skólanum. Hann fór þá til Þýskalands og síðar Kaupmannahafnar og vann hjá járnsmið eða kolakaupmanni. Brynjólfur biskup kynntist Hallgrími í Kaupmannahöfn og kom honum í skóla. Hann var fenginn til þess að hressa upp á kristnifræðina hjá  Íslendingum sem höfðu verið herteknir í Tyrkjaráninu og kynntist þar Guðríði Símonardóttur sem síðar varð kona hans. Flutti heim og vann almenna verkamannavinnu í Njarðvíkum. Vígðist að Hvalsnesþingum 1644 og Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 1651. Lét af preststörfum 1669 vegna holdsveiki. Eitt mesta trúarskáld Íslendinga.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 287-88.

Staðir

Hallgrímskirkja í Saurbæ (Hvalfjarðarströnd) Prestur 1651-1669
Hvalsneskirkja Prestur 1644-1651

Erindi

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 22.01.2018