Júlíus Agnarsson 22.02.1953-26.04.2013

Júlíus fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í foreldrahúsum í Skólastræti 1, fyrir ofan Bernhöftstorfuna. Júlíus var í Miðbæjarskólanum og Gagnfræðaskóla Austurbæjar og lauk stúdentsprófi frá MR 1975.

Hann var við tónlistarstörf með hljómsveitinni Pelikan í Kaupmannahöfn á árunum 1976-81 og starfaði við upptökur með Þursaflokknum um skeið og síðan með hljómsveitinni Stuðmönnum á árunum 1981-87.

Júlíus starfaði með Agli Ólafssyni við tónlistarstúdíóið Grettisgat en stofnaði Stúdíó Eitt 1986 og hefur starfrækt það síðan.

Stúdíó Eitt hefur hljóðsett og tekið upp ógrynni auglýsinga fyrir útvarp og sjónvarp, sem og heimildarmyndir og heimildarþætti og séð um hljóðsetningu á fjölda teiknimynda og barnaefnis fyrir ýmsa aðila. Þá hefur Stúdíó Eitt séð um hljóð- og talsetningu fyrir íslenska útgáfu á allflestum þekktustu teiknimyndum stóru Hollywood-kvikmyndaveranna frá 1992. Fyrirtækið hefur hljóð- og talsett 79 Walt Disney-kvikmyndir, 15 kvikmyndir fyrir Warner Brothers, 25 kvikmyndir fyrir Dreamworks og 14 aðrar kvikmyndir í fullri lengd, s.s. íslensku kvikmyndirnar Foxtrot, Hvíta víkinginn, Með allt á hreinu, Hvíta máva og Rokk í Reykjavík auk sjónvarpsþáttanna Nonna og Manna.

Barnsmóðir Júlíusar er Vilhelmína Kristinsdóttir. Synir Júlíusar og Vilhelmínu eru Eiríkur Kristinn, kvikmyndagerðarmaður, Agnar Már tölvunarfræðingur og Björn Ármann tölvunarfræðingur.

Foreldrar Júlíusar voru Agnar Guðmundsson skipstjóri og framkvæmdastjóri og k.h., Birna Petersen húsfreyja, sem bæði eru látin.

Andlátsfrétt á mbl.is 24. apríl 2013.

Staðir

Miðbæjarskólinn Nemandi -
Menntaskólinn í Reykjavík Nemandi -1975

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Pelican 1976 1981
Scream Gítarleikari 1968 1969

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Nemandi, tónlistarmaður og upptökustjóri

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 19.06.2016