Sveinbjörn Eyjólfsson 20.11.1817-02.08.1882

<p>Prestur. Stúdent 1840 úr Bessastaðaskóla. Var næstu ár verslunarmaður í Stykkishólmi og Ólafsvík. Vígðist aðstoðarprestur Brynjólfs Bjarnasonar í Miklaholti 16. apríl 1843 en missti þar prestskap vegna barneignarbrots 12. ferúar 1844 með konu þeirri er hann átti síðan. Fékk Árnes 6. mars 1851 og sagði þar af sér prestskap 5. maí 1881 en dvaldi þar áfram til æviloka. Var prófasturí Strandasýslu 1871 - 1881. Talinn lítt laginn til prestverka og ekki gáfumaður en góður söngmaður, viðfelldinn, búhöldur mikill og fjáraflamaður.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 362. </p>

Staðir

Árneskirkja - eldri Prestur 16.04.1843-12.02.1844
Miklaholtskirkja Aukaprestur 16.04.1843-12.02.1844

Aukaprestur , prestur , prófastur og verslunarmaður
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 12.02.2016