Benedikt Pálsson 28.06.1723-16.05.1813

<p>Prestur. Stúdent frá Hólaskóla 1745. Varð djákni að Munkaþverá, vígðist að Miklagarði 13. október 1748 og átti þar í erjum við lögmann og prófast og var dæmdur í sektir fyrir afglöp í starfi. Gerðist aðstoðarprestur í Hvammi í Dölum 1764, fékk Tröllatungu 18. júlí 1767 og Stað á Reykjanesi 29. júlí 1771 og var þar til dauðadags. Var lítill maður vexti en knár, vel gefinn en undarlegur í háttum, óvarkár í orðum, skáldmæltur, ágætur teiknari, skrifari og frægur raddmaður og vel að sér í söng.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 135. </p>

Staðir

Miklagarðskirkja Prestur 13.10.1748-1764
Hvammskirkja í Dölum Aukaprestur 1764-1767
Tröllatungukirkja Prestur 18.07.1767-1771
Staðarkirkja á Reykjanesi Prestur 29.07.1771-1813

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 11.05.2015