Gunnlaugur Oddsson 09.05.1786-02.05.1835

<p>Prestur. Stúdent frá Bessastaðaskóla 1809 með mjög góðum vitnisburði. Fór til Hafnar 1812, skráður þar í stúdentatölu og tók ýmis próf, m.a. lærdómspróf, lögfræði og nam skrautritun. Varð stærðfræðikennari í sjóliðsforingjaskólanum. Varð konsistoralassessor að nafnbót 14. janúar 1825. Varð dómkirkjuprestur í Reykjavík 31. maí 1826 og bjó síðast á Lambastöðum og andaðist þar. Hið helsta sem prentað er eftir hann er: Dönsk­ - íslenzk orðabók (Kh. 1819), landaskipunar­fræði í 2 hlutum (Kh. 1821-27) og íslensk þýðing á leiðarvísi til að lesa Nýja testamentið eftir Rasmus Möller biskup, er Þorgeir Guð­mundsson (nr. 130) og Þorsteinn E. Hjálmar­sen unnu að með honum (Kh. 1823).</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 216-17.</p>

Staðir

Dómkirkjan Prestur 14.01. 1825-1835

Kennari , lögfræðingur og prestur

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 25.08.2014