Halldór Marteinsson -1655

Prestur. Hann var skólagenginn en líklega ekki stúdent. Hann var vigður 1633 (27. júlí?) til Akra- og Hjörseyrasókna og hélt þeim til a.m.k. 1636, líklega 1642, eftir það varð hann aðstoðarprestur í Miklaholti og hélt brauðinu í eitt ár eftir lát hans og gegndi jafnframt Rauðamelssókn frá 1645 en frá 1647 bjó hann, embættislaus á Álftanesi og drukknaði í Lambastaðaá.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 1.

Staðir

Hítarneskirkja Prestur 1633-1642
Miklaholtskirkja Aukaprestur 1642-1643
Miklaholtskirkja Prestur 1643-1647
Ytri-Rauðamelskirkja Prestur 1645-1647

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 6.10.2014