Benedikt Eggertsson Guðmundsson 25.07.1799-05.12.1871

Prestur fæddur 5. eða 25. júlí eða jafnvel þann 26. árið 1799. Stúdent 1824. Fór utan um eins árs skeið og hlýddi á guðfræðierindi prófessora. Vígðist síðan aðstoðarprestur föður síns, í Reykholti,  10. september 1826 og var þar til 1833. Fékk Lund 6. júní 1833, Breiðabólstað á Skógarströnd 7. apríl 1853, Vatnsfjörð 30. maí 1868 og dvaldi þar til dauðadags. Hann var þreklega vaxinn enda kraftamaður mikill og frækinn, sviphreinn, ljúfmenni hið mesta, búmaður góður en ekki talinn mikill klerkur.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 1121-22.

Staðir

Reykholtskirkja-gamla Aukaprestur 10.09.1826-1833
Lundarkirkja Prestur 06.06.1833-1853
Breiðabólstaðarkirkja Snæfellsnesi Prestur 07.04.1853-1868
Vatnsfjarðarkirkja Prestur 30.05.1868-1871

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 26.08.2014