Jón Guðmundsson 1635-19.05.1694

Prestur. Stúdent frá Skálholtsskóla 1658. Vígður 23. maí sama ár aðstoðarprestur að Helgafelli og síðar aðstoðarprestur föður síns í Nesþingum 1666 og kosinn sóknarprestur að Staðarhrauni 1667. Átti launson 1682 en að ósk sóknarbarna hans var beðið með svipta hann prestakallinu þar til konungur legði dóm á málið. Hann fékk uppreisn 1683 og leyfi til að halda prestakallinu. Hann lét af prestskap 1689 vegna þunglyndis. Hann var maður vel að sér, kennimaður ágætur og raddmaður og ástkær öllum.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 1129-30.

Staðir

Helgafellskirkja Aukaprestur 23.05.1658-1666
Ingjaldshólskirkja Aukaprestur 1666-1667
Staðarhraunskirkja Prestur 1667-1689

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 22.09.2014