Scott McLemore -

Scott McLemore trommuleikari er fæddur í Virginíu í Bandaríkjunum og útskrifaðist 1997 með B.M. gráðu í jazztrommuleik frá William Paterson College í New Jersey. Hann bjó nær áratug í New York þar sem hann lék meðal annars með Sunnu Gunnlaugs, Ben Monder, Michael Kanan, Tony Malaby, Angelica Sanchez, Chris Cheek, George Colligan, Kerry Politzer, Mark Helias og Tim Berne. Scott er nú búsettur á Íslandi og hefur undanfarið leikið meðal annars með kvartett Kristjönu Stefánsdóttur, Gömmum, Elísabetu Eyþórsdóttur og kvartett Andrésar Þórs Gunnlaugssonar. Morgunblaðið sagði í gagnrýni 4. febrúar síðast liðinn „Það er mikill fengur að Scott McLemore hér - hann er hrikalega góður trommari". Fyrir skömmu kom út hjá Fresh Sound New Talent fyrsti geisladiskur Scotts með hans eigin tónsmíðum; Found Music. Scott kennir á trommur við Tónsali í Kópavogi.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 17. júlí 2007.

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
ANS trio Trommuleikari
ASA tríó Trommuleikari 2005
Jónsson & More Trommuleikari 2008
Tríó Sunnu Gunnlaugs Trommuleikari

Tengt efni á öðrum vefjum

Trommuleikari og tónlistarkennari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 6.06.2016