Kristín Guðrún Einarsdóttir Syre 14.09.1905-01.05.1991

<p>Kristín fæddist í Rúfeyjum við Breiðafjörð. Foreldrar hennar voru Hólmfríður Þorláksdóttir og&nbsp;Einar Jóhannsson, skipstjóri frá Barðaströnd. Móðurfaðir Kristínar var Þorlákur Bergsveinsson, fæddur í Svefneyjum á Breiðafirði, og kona hans og amma Kristínar var Jóhanna Ívarsdóttir. Margir fjölhæfir listamenn eru af þessari ætt, m.a. Atli Heimir Sveinsson, tónskáld. Maður Kristínar var Gabriel Syre [1914–1983]</p> <p>Kristín kom 18 ára til Reykjavíkur og byrjaði söngnám um tvítugt, fyrst hjá Sigurði Birkis og síðar fleirum en síðast og lengst hjá Guðmundu Elíasdóttur söngkonu.</p> <p>Kristín hafði fallega alt-rödd, var gædd mjög góðum tónlistarhæfileikum, kunni ógrynni af lögum, íslenskum, þýskum, dönskum og norskum. Vakti það furðu mína, hve vel hún var heima í þýzkum ljóðum, sem oft var erfitt að fá hér á Íslandi, þegar hún var ung. Hún drakk í sig allt, sem hún heyrði sungið og söng mikið með kórum: Breiðfirðingakórnum, Dómkirkjukórnum undir stjórn dr. Páls ísólfssonar í áratugi, söng viðjarðarfarir, var einsöngvari í Jólaoratoríu Bachs, þegar hún var flutt hér í Reykjavík af Tónlistarkórnum og hljómsveit Reykjavíkur undir stjórn dr. Victors Urbancic; söng í Útvarpskórnum undir stjórn dr. Róberts A. Ottóssonar, með Samkór Reykjavíkur og fór með honum til Norðurlanda. Dr. Róbert stjórnaði Samkórnum og síðar Söngsveitinni Fílharmoníu og söng Kristín þar með frá byrjun og þar til Róbert lézt.</p> <p>Fyrr á árum söng Kristín mikið fyrir útvarpið og þá fyrstu árin í beinni útsendingu. Hún söng og söng, hér og þar og alls staðar, þar sem sungið var. Kristín var heiðursfélagi í Félagi íslenskra einsöngvara og á hún heiður skilinn fyrir mikið og gott brautryðjendastarf í sönglífi Íslendinga.</p> <p>Fyrir hönd okkar félaga hennar í Söngsveitinni Fílharmoníu færi é g henni þakkir fyrir starf hennar og söng, gleði hennar og vináttu í full 40 ár. Hún var trygg vinum sínum, kát og skemmtileg í þeirra hópi, rausnarleg og höfðingleg heim að sækja.</p> <p align="right">Úr minningargrein Aðalheiðar Guðmundsdóttur í Morgunblaðinu 14. maí 1991, bls. 43</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Breiðfirðingakórinn Söngkona
Söngsveitin Fílharmónía Söngkona 1960 1974
Útvarpskórinn Kórsöngvari

Tengt efni á öðrum vefjum

Söngkona

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 16.10.2020