Jórunn Viðar 07.12.1918-27.02.2017

<p>Jórunn fæddist í Reykjavík, dóttir hjónanna Katrínar Jónsdóttur Viðar píanókennara og verslunareiganda og Einars Indriðasonar Viðar bankaritara og söngvara.</p> <p>Jórunn tók burtfararpróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1936, átján ára að aldri, eftir nám hjá móður sinni, Páli Ísólfssyni og Árna Kristjánssyni, og stúdentspróf tók hún frá frá Menntaskólanum í Reykjavík 1937. Í framhaldinu sigldi hún til Þýskalands þar sem hún hóf framhaldsnám í píanóleik við Hochschule für Musik í Berlín, 1987 til 1939 [nú Listaháskólinn í Berlín (Berlin University of the Arts)]. Árin 1943 til 1945 nam Jórunn tónsmíðar hjá Vittorio Giannini við Juilliard School of Music í New York. Að námi loknu sneri hún aftur til Íslands, þar sem hún lét fljótlega mjög að sér kveða í íslensku tónlistarlífi, jafnt sem píanóleikari og tónskáld. Áhrifa hennar á íslenskt tónlistarlíf gætir enn í dag og mun vafalaustu gæta áfram um ókomna tíð.</p> <p>Jórunn var frumkvöðull á sviði ballett- og kvikmyndatónlistar á Íslandi. Hún samdi fyrstu, íslensku kvikmyndatónlistina, við mynd Ævars Kvaran, Síðasti bærinn í dalnum, og fyrsta íslenska ballettinn, Eld. Annar ballett úr hennar smiðju var Ólafur Liljurós. Þá samdi hún píanókonsertinn Sláttu og fjölmörg þjóðþekkt sönglög, svo sem jólalögin Jól og Það á að gefa börnum brauð. Hún samdi einnig fjölda einsöngslaga, kórlaga og útsetninga á þjóðlögum og þulum.</p> <p>Jórunn kenndi í Söngskólanum í Reykjavík og vann mikið með Þuríði Pálsdóttur söngkonu. Hún spilaði oft undir á píanó með Þuríði en saman voru þær einnig með barnatíma í útvarpinu í mörg ár. Jórunn var fyrsta og eina konan í Tónskáldafélagi Íslands í um tvo áratugi.</p> <p>Jórunn Viðar var valin borgarlistamaður Reykjavíkur árið 1999. Hún hlaut heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2004 og Menningarverðlaun DV árið 2009. Jórunn hlaut heiðurslaun listamanna frá Alþingi um árabil og var sæmd heiðursmerki hinnar Íslensku fálkaorðu árið 1989.</p> <p>Tónlist Jórunnar hefur tekið sér bólfestu í hjarta íslensku þjóðarinnar og naut Jórunn mikillar virðingar meðal starfsbræðra sinna.</p> <p>Jórunn kvæntist Lárusi Fjeldsted forstjóra (f. 1918, d. 1985). Þau eignuðust þrjú börn, Lárus f. 1942, Katrínu f. 1946 og Lovísu f. 1951.</p> <p align="right">Byggt á andlátsfregnum á vef Ríkisútvarpsins og í Morgunblaðinu 28. febrúar 2017</p>

Staðir

Suzukitónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1936
Menntaskólinn í Reykjavík Nemandi -1937
Listaháskólinn í Berlín Háskólanemi 1937-1939
Juilliard tónlistarháskólinn Háskólanemi 1943-1945
Söngskólinn í Reykjavík Tónlistarkennari -

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

1 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
SÁM 92/3282 EF Samtal um upptökur á Fúsintesþulu Jórunn Viðar 30184

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi , nemandi , píanóleikari , tónlistarkennari , tónlistarmaður , tónlistarnemandi og tónskáld

Bjarki Sveinbjörnsson uppfærði 7.03.2017