Matthías Jochumsson 11.11.1835-18.11.1920

<p>Prestur og skáld. Að afloknu verslunarnámi í Höfn útskrifaðist hann með stúdentspróf úr Reykjavíkurskóla 1863 og úr prestaskóla 1865 hvorttveggja með 1. einkunn. Prestur (Brautarholt og Saurbær) í Kjalarnesþingum 1866-1873, sat á Móum og fékk lausn frá prestskap 1873. Dvaldi við nám í Englandi 1873-4 og reyndar líka 1871-2. Varð næst ritstjóri Þjóðólfs. í Odda á Rangárvöllum 1880-1886. Prestur á Akureyri 1886-1899. Var í sálmabókarnefnd. Afkastamikið skáld, orti jafnt sálma, kvæði sem og leikrit. Riddari af Dannebrog, heiðursdoktor við HÍ og heiðursborgari Akureyrar. Textahöfundur íslenska þjóðsöngsins.</p> <p align="right">Heimild: Guðfræðingatal 1847-2002 eftir Gunnlaug Haraldsson bls. 663-66 </p>

Staðir

Oddakirkja Prestur 19.08.1880-1886
Akureyrarkirkja Prestur 1886-1899
Brautarholtskirkja á Kjalarnesi Prestur 23.08. 1866-1873
Saurbæjarkirkja á Kjalarnesi Prestur 23.08. 1866 -1873

Erindi


Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 2.11.2020