Þóra Fríða Sæmundsdóttir 07.09.1955-

Þóra Fríða lauk píanókennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1978. Eftir það lá leið hennar til Þýskalands þar sem hún stundaði framhaldsnám við tónlistarháskólann í Freiburg im Breisgau. Þaðan lauk hún Diploma prófi 1981 og var síðan við nám í tónlistarháskólanum í Stuttgart, en þar valdi hún ljóðaflutning (Liedgestaltung) sem sérgrein undir handleiðslu prófessors Konrad Richter.

Eftir að Þóra Fríða kom heim frá námi árið 1984 hefur hún starfað sem píanóleikari og kennari í Reykjavík. Þóra Fríða hefur tekið þátt í ýmiss konar tónleikum og leikið í útvarp og sjónvarp. Þóra Fríða kennir m.a. við Tónskóla Sigursveins og Tónlistarskóla FÍH.

Sumartónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar – tónleikaskrá 10. júní 2003.

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1978
Tónlistarháskólinn í Freiburg Háskólanemi -1981
Tónskóli Sigursveins Píanókennari -
Tónlistarskóli Félags íslenskra hljómlistarmanna Píanókennari -

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi, píanókennari, píanóleikari og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 7.09.2016