Eiríkur Magnússon 1638-1716

Prestur fæddur um 1638. Lærði hjá Jóni Daðasyni í Arnarbæli og fékk við það á sig galdraorð sem loddi æ síðan við hann. Vígðist 31. maí 1668 í Arnarbæli og fékk Selvogsþing 1677 og hélt til dauðadags. Andaðist í Vogsósum.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 415.

Staðir

Arnarbæliskirkja Aukaprestur 31.05.1668-1677
Strandarkirkja Prestur 1677-1716

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 22.05.2014