Pétur Jónasson 20.05.1959-

<p>Pétur hóf nám í gítarleik níu ára að aldri hjá Eyþóri Þorlákssyni og var síðar við framhaldsnám hjá Manuel López Ramos í Mexíkóborg. Að loknu námi þar hlaut Pétur hinn danska Sonning-styrk danska til frekara náms á Spáni hjá José Luis González og í kjölfarið var honum veittur styrkur frá spænska ríkinu til þess að stunda nám hjá José Luis Rodrigo í Santiago de Compostela. Árið 1986 var hann einn af tólf gítarleikurum víðs vegar að úr heiminum sem valdir voru til þess að leika fyrir Andrés Segovia á námskeiði sem haldið var í Los Angeles. Pétur býr nú í Madrid en kennir við Listaháskóla Íslands.</p> <p>Pétur hefur komið fram sem einleikari víða um heim, svo sem mjög víða í Evrópu, Ameríku, Asíu og Ástralíu. Hann hefur leikið inn á útvarps- og sjónvarpsupptökur og sem og hljómplötur og geisladiska, m.a. verk sem samin hafa verið sérstaklega fyrir hann. Hann var tilnefndur til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs árið 1990, fyrstur íslenskra einleikara. Pétur hefur einnig lagt mikla áherslu á kammertónlist og er m.a. gítarleikari Caput-hópsins sem sérhæfir sig í flutningi á samtímatónlist.</p> <p>Pétur er annar stofnenda tónlistarhátíðarinn Við Djúpið og stýrði henni í 3 ár.</p> <p align="right">Af vef tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið 2009.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Caput Gítarleikari

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Gítarkennari og gítarleikari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 10.12.2014