Jón Bjarnason 16.öld-17.öld

Prestur. Hann var orðinn prestur 1580 og getur þess sjálfur í ævikvæði sínu sem nú er glatað að öðru leyti að hann hafi vígst 17 vetra, þá líklega aðstoðarprestur á Helgastöðum. Hann fékk það embætti síðar og næst Presthóla en óvíst hvenær. Lét af prestskap 1625 en var enn á lífi 1634. Talinn atgervismaður, andríkur kennimaður en lítt hneigður til búskapar. Orti geysilega mikið og þýddi sömuleiðis ýmis guðsorðarit.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 67.

Heimild: Prestatal og prófasta eftir Svein Níelsson og dr. Hannes Þorsteinsson, bls. 315

Staðir

Helgastaðakirkja Aukaprestur 16.öld-
Helgastaðakirkja Prestur 16.öld-17.öld
Prestur 1624 fyr-1624

Aukaprestur, prestur og skáld
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 31.10.2017