Bragi Einarsson 11.06.1930-09.12.1994

<p>... Kynslóð Braga Einarsonar, stríðs- og eftirstríðskynslóðin hefur í raun lifað margar kynslóðir hljóðfæraleikara, svo ör hefur þróunin verið þessa hálfu öld. Þegar iðnaðarmenn á öldinni sem leið, þeir bræður Jónas og Helgi Helgasynir, gerðust brautryðjendur á sviði tónlistar með stofnun hljóðfæraflokks og söngkóra, þá hófst sá ferill, sem blómstraði eftir seinni heimsstyrjöld. Áhugasamir iðnaðarmenn hafa alltaf staðið framarlega í að lyfta tónlistarmenningu Íslendinga á hærra plan. Sagan segir að iðnaðarmenn og fleiri, meðlimir Lúðrasveitarinnar Hörpu sem síðar sameinuðust lúðrasveitinni Gígju, hafi gengið á fund bæjarstjóra og beðið um lóð undir hljómskálahús. Þeir höfðu með sér teikningu eftir danskan arkitekt. Ekki báðu þeir um styrk eða peninga en bæjarstjóri hafði bent út um gluggann hjá sér, út yfir Tjörnina, og sagt eitthvað á þá leið að þeir mættu byggja þarna hinum meginn við Tjörnina, þ.e.a.s. á öskuhaugunum.</p> <p>Einar Jónsson prentari og tónlistarmaður, faðir Braga Einarssonar, var einn af þeim sem hrærðu steypu í það merka hús. Hann var einnig einn af stofnendum Lúðrasveitar Reykjavíkur þegar Harpa og Gígja sameinuðust árið 1922, en lúðrasveitarmenn ásamt meðlimum Hljómsveitar Reykjavíkur, stofnuðu Tónlistarskóla Reykjavíkur og var hann til húsa í Hljómskálanum frá stofnun skólans 1930 og allt fram yfir seinni heimsstyrjöld.</p> <p>Bragi Einarson hefur setið í þessu húsi áratugum saman við æfingar í góðum félagsskap margra kynslóða klarinettleikara. Bragi Einarsson var ávallt reiðubúinn að spila það sem hann var beðinn um, oft hlaupandi í skarðið fyrir aðra; sem sagt ávallt reiðubúinn.</p> <p>Móðir Braga var Nína Sveinsdóttir leikkona og söngkona, svo ekki átti Bragi langt að sækja listræn áhrif í uppvextinum.</p> <p>Leiðir okkar Braga lágu saman þegar við vorum við nám hjá meistara okkar, Vilhjálmi Guðjónssyni klarinett- og saxafónleikara. Ég minnist hópsins sem kom stundum saman á Bergstaðastræti 66 til samæfinga. Auk okkar Braga var Gunnar Egilsson sem síðar gerðist lærifaðir fjölda góðra klarinettleikara, ásamt störfum sínum hjá Sinfóníuhljómsveit íslands; Ingibjörg Þorbergs, söngkona, tónskáld og útvarpsmaður, Kristján Kristjánsson, sem fór til Ameriku til náms, og stofnaði þann fræga hóp, K.K. sextettinn, þegar heim kom, Kristján Hjálmars, lést á besta aldri, Óli P. o.fl. Þetta var dásamlegur tími fullur mikilla væntinga. Hópurinn átti eitt sameiginlegt auk Mjóðfæraleiksins þ.e. áhuga á dægurtónlist og jazz sem í raun átti ekki upp á pallborðið hjá alvarlega þenkjandi tónlistarmönnum á þessum tíma.</p> <p>Bragi var prentiðnaðarmeistari og starfaði að iðn sinni alla tíð auk þess sem hann spilaði í lúðrasveitum og danshljómsveitum. Bragi lék m.a. með Hljómsveit Bjarna Böðvarsonar, Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar, Hljómsveit Þórarins Óskarssonar, Hljómsveit Árna ísleifs, Músik kabarett prentara sem var stórsveit undir stjórn Magnúsar Ingimundarsonar. Einnig lék Bragi með gömludansahljómsveit Ásgeirs Sverrissonar svo og fjölmörgum smá „kombóum“ og að síðustu Sveiflusextettinum ...</p> <p align="right">Úr minningargrein. Guðmundur Norðdahl.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar Klarínettuleikari og Saxófónleikari
Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar
Hljómsveit Eyþórs Þorlákssonar Klarínettuleikari 1948-11-01 1950

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Klarínettuleikari , prentari og saxófónleikari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 19.02.2016