Zbigniew Dubik 17.07.1959-

Zbigniew Dubik er fæddur í Póllandi og nam við Academy of music í Gdansk á árunum 1978 til 1983. Árið 1982 hóf hann að leika með Pólsku Fílharmóníusveitinni og ferðaðist með henni sem konsertmeistari um Bandaríkin, Sovétríkin og ýmis önnur Evrópulönd. Hann hefur leikið kammertónlist inn á hljómplötur og geisladiska fyrir pólsk, frönsk og þýsk útgáfufyrirtæki. Zbigniew kom til starfa hjá SÍ árið 1988 og gegndi um tíma stöðu 2. konsertmeistara. Frá árinu 1989 - 1993 var hann konsertmeistari í Íslensku óperunni en Zbigniew hefur verið virkur þátttakandi í íslensku tónlistarlífi síðan hann flutti til landsins og er meðal annars meðlimur í CaputCAPUT-hópnum og var í Bernardel kvartettinum frá 1994 - 1997. Zbigniew hefur kennt við Nýja Tónlistarskólann í ríflega áratug.

Af vef Sinfóníuhljómsveitar Íslands

- - - - -

Mr. Dubik graduated 1983 from the Academy of Music in Gdansk, Poland. 1982 he accepted a post of a concertmaster with the Polish Philharmonic Orchestra and toured with the orchestra throughout Europe and the USA. He has recorded chamber music for Polish, French and German record companies. Mr. Dubik has been a member of the Iceland Symphony Orchestra since 1988. He has been a concertmaster at the Icelandic Opera (1989-93), a member of the Bernardel String Quartet (1994-97) and a leading violinist of CAPUT on numerous occasions, e.g. as a soloist in Lars Graugaard’s violin concerto, River and Le

Of the Caput-web-site

Staðir

Nýi tónlistarskólinn Fiðlukennari -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Caput Fiðluleikari
Sinfóníuhljómsveit Íslands Fiðluleikari 1988

Tengt efni á öðrum vefjum

Fiðlukennari og fiðluleikari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.06.2016