Hjalti Þorsteinsson 1665-1754

Prestur. Lærði í Hólaskóla en varð stúdent frá Skálholtsskóla 1686, fór til náms við Hafnarháskóla og lauk þaðan embættisprófi í guðfræði (attestatus) en varði öllum sínum tíma sem hann mátti frá náminu, til að nema hljóðfæraslátt, höggmyndagerð og málaralist. Vígðist 21. desember 1690 sem aðstoðarprestur í Skálholti og fékk konungsveitingu fyrir Vatnsfirði 5. desember 1691 og lét þar af prestskap 1642 en dvaldist þar til æviloka. Var kjörinn prófastur í Ísafjarðarsýslu 10. júní 1711 gegn mótmælum sínum, losnaði við vesturhluta prófastsembættisins 1727 en hélt norðurhluta þess til 1732. Hann var óvenjulega fjölhæfur maður og gerði m.a. landakort af Vestfjörðum öllum, söngmaður var hann ágætur og hljóðfæraleikari. Hann skrautmálaði Skálholtskirkju að innan sem og Vatnsfjarðarkirkju og málaði margar andlitsmyndir svo eitthvað sé nefnt.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 363-64.

Staðir

Skálholtsdómkirkja Prestur 21.12.1690-1691
Vatnsfjarðarkirkja Prestur 05.12.1691-1742

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 10.08.2015