<p>... Söngferill Vilhjálms Vilhjálmssonar hófst á menntaskólaárum hans á Akureyri. Síðar gekk hann til liðs við Ingimar Eydal og söng nokkur lög inn á hljómplötur með hljómsveit hans. Sem dæmi um vinsæl lög með Vilhjálmi og Hljómsveit Ingimars Eydal má nefna Litla sæta Ijúfan góða og Vor i Vaglaskógi. Textann við hið síðarnefnda gerði Kristján skáld frá Djúpalæk. Síðar söng Vilhjálmur inn á heila plötu lög við texta Kristjáns.</p>
<p>Að loknu stúdentsprófi frá MA kenndi Vilhjálmur einn vetur á Akureyri og einnig stundaði hann blaðamennsku um tíma. En loks lá leiðin suður og í Háskólann. Þar nam hann læknisfræði i tvo vetur, en leizt ekki á fagið. Jafnframt söng Vilhjálmur með hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar og síðar með Haukum og hljómsveit Ólafs Gauks. Þar með lauk hljómsveitarferlinum en frá árinu 1969 er hann söng með Ólafi Gauki á Hótel Borg komu út með honum all- margar plötur. Á sumum söng hann einn, á öðrum með Ellý systur sinni.</p>
<p>Að aðalstarfi var Vilhjálmur Vilhjálmsson þó flugmaður. Hann vann um margra ára skeið sem flugmáður i Luxemburg og eignaðist þar marga vini. Radio Luxemburg minntist hans i gærmorgun, daginn eftir; urnferðarslysið. – Eftir að heim kom starfaði hann hjá Flugleigu Sverris Þóroddssonar, Flugskóla Helga Jónssonar og siðast hjá Arnarflugi. – Þá var Vilhjálmur meðeigandi i Hljómplötuútgáfunni hf. og virkur stjórnarmaður þar...</p>
<p align="right">Söknuður - í minningu söngvara. ÁT-HP-ÓV. Dagblaðið. 29. mars 1978, bls. 5.</p>
Hópar
Tengt efni á öðrum vefjum