Jón Sveinsson 24.05.1867-04.06.1956

<p>... Hann var fæddur í Hólakoti á Reykjaströnd í Skarðshreppi í Skagafjarðarsýslu 24. maí 1867, ólst þar upp hjá foreldrum sínum Sveini Gíslasyni og konu hans og dvaldist þar til 25 ára aldurs og stundaði þá auðvitað öll þau störf til lands og sjávar eins og þau gerðust í þá daga. Þótti hann þá strax ötull og vaskur til allra verka og meðal annars afburða klettagöngumaður, það er að segja fimur og hugdjarfur við að klifra eftir kindum og bjarga þeim úr sjálfheldum í klettagljúfrum Tindastóls.</p> <p>Meðan hann var í Hólakoti hafði hann úti öll spjót til að afla sér menntunar og fróðleiks, en sökum heimilis anna og fátæktar komst hann ekki í skóla, hvar hans hugur stóð þó mjög til. Hann kom því þó þannig fyrir að hann fékk notið tilsagnar einn vetur hjá Jóni Guðmundssyni barnakennara á Sauðárkróki, sem var gagnfræðingur frá Möðruvöllum og nam Jón þar hjá honum öll gangfræðafögin svo sem Norðurlandamál, ensku, ísl. náttúrufræði einkum grasafræði, sögu o. fl.</p> <p>Þetta nám varð horium haldgott veganesi gegnum allt hans langa líf. Ekki veit ég hvar Jón fékk sína söngmenntun en hitt veit ég að söngstjóri var hann bæði í Fagranesi og Ketukirkju um 30 ára skeið og samtímis því í safnaðarstjórn um árabil í Ketukirkju og einnig í sveitarstjórn í Skefilstaðahrepp í mörg ár.</p> <p>Þegar hann var 29 ára giftist hann Maríu Sveinsdóttur, Jónatanssonar bónda á Hrauni á Skaga, mestu fríðleiks og greindarkonu sem reyndist honum ástúðleg eiginkona og ástrík móðir barna þeirra, meðan heilsa og kraftar entust.</p> <p>Þau reistu bú á Þangskála á Skaga árið 1896 og bjuggu þar til ársins 1929 eða í 33 ár, þá missti Jón sína ágætu konu eftir margra ára heilsuleysi hennar sem eins og nærri má geta skapaði honum miklar raunir og erfiðleika við að framfleyta þeirra stóra heimili, því börn áttu þau hjón 10, dó eitt þeirra í æsku, 2 uppkomin en 7 lif a öll hið prýðilegasta fólk eins og þau eiga kyn til.</p> <p>Þegar Jón missti konu sína voru 2 börn þeirra enn í ómegð 9 og 11 ára drengir og brá Jón þá búi og fluttist til sonar síns séra Jóns Skagans, að Berþórshvoli í Landeyjum. Þar og síðan eða í 27 ár naut Jón hjá þessum syni sinum og hans ágætu konu Sigríði Gunnarsdóttur þeirrar aðstoðar og umönnunar, sem bezt verða í té látin frá ástríkum syni til elskaðs föður ...</p> <p align="right">Út minningargrein í Morgunblaðinu 24. maí 1952, bls. 10.</p>

Staðir

Ketukirkja Forsöngvari -
Fagraneskirkja -

Tengt efni á öðrum vefjum

Forsöngvari , kennari og tónlistarmaður

Uppfært 3.07.2015