Gizur Bjarnason 1660-13.04.1727

Stúdent um 1683 frá Skálholtsskóla. Fékk Meðallandsþing 1687, vígðist 27. nóvember sama ár. Lenti í þrasi við sóknarbörtn sín, þ.m.t. Pál bróður sinn, lögréttumann að Fljótum og var dæmdur frá prestskap einkum fyrir helgibrot og vanrækslu.á allsherjarprestastefnu á Alþingi árið 1701. Hann bjó á Úlfljótsvatni 1703 enda hafði Jón Vídalín, biskup, sett hann til að gegna Þingvallaprestakalli árið áður. Árið 1706 bjó hann að Arnarbæli í Grímsnesi og spillti þar hvanna- og rótartekju í Flatey og Hrútey. Hann gegndi prestskap að Eyvindarhólum frá hausti 1707 til vors 1708 og í prestafæðinni eftir miklu bólu fékk hann Breiðavíkurþing 1708 og virðist hafa verið þar til 1725 er hann var aftur dæmdur frá prestskap fyrir að hafa útdeilt þremur mönnum pappír í stað oblátu í altarisgöngu. Sagt er að það hafi ekki verið hans sök en hann var bæði einsýnn og sljóskyggn.Hann fór til Kaupmannahafnar, 1726, til að fá uppreisn æru en drukknaði í Kaupmannahafnargröfum.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 85-6.

Staðir

Langholtskirkja Prestur 27.11.1687-1701
Eyvindarhólakirkja Prestur 1707-1708
Breiðuvíkurkirkja Prestur 1708-1725

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 6.01.2015