Hjalti Þorbergsson 1759-30.08.1840

Prestur. Stúdent 1778 frá Skálholtsskóla. Fékk konungsleyfi til þess að verða aðstoðarmaður föður síns að Eyri í Skutulsfirði þótt ekki væri hann nægilega gamall en það dróst vegna of bráðrar barneignar. Fékk uppreins 23. janúar 1784 og eftir lát föður síns fékk hann Eyri 28. júní 1785, fékk Stað í Grunnavík 1794, Kirkjubólsþing í Langadal 4. apríl 1814. Hann var vel gefinn, söngmaður ágætur en hirti lítt um prestsverk sín. Hann var stórbrotinn persóna og mikill drykkjumaður.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 360-61.

Staðir

Eyrarkirkja, Skutulsfirði Prestur 28.06.1785-1794
Staðarkirkja í Grunnavík Prestur 1794-1814
Kirkjubólskirkja Prestur 04.04.1814-1840

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 27.07.2015