Páll Helgason 23.10.1944-05.03.2016

<p>... Páll spilaði á gítar og bassa, m.a. með hljómsveit Ingimars Eydal á hótel KEA. Hann stundaði síðar nám við Tónlistarskóla Mosfellshrepps undir stjórn Ólafs Vignis Albertssonar og lauk þaðan áttunda stigi í tónfræðum. Hann kenndi ennfremur tónlist við Klébergsskóla og Ásgarðsskóla um árabil.</p> <p>Páll var valinn bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2012.</p> <p>Páll var afkastamikill í tónlistarlífi landsins, þó mest í Mosfellsbæ, með þekktum útsetningum fyrir kóra og tók þátt í stofnun fjölda kóra. Þar má nefna Álafosskórinn, Mosfellskórinn, Vorboða – kór eldri borgara í Mosfellsbæ, Landsvirkjunarkórinn og Karlakór Kjalnesinga. Auk þess kom hann að endurvakningu kóra svo sem Karlakórsins Svana á Akranesi og Karlakórsins Stefnis í Mosfellsbæ. Þá stjórnaði hann Strætókórnum áður en hann veiktist. Blómlegt söngstarf þrífst í öllum þessum kórum í dag. Páll söng í Karlakórnum Stefni undir stjórn Lárusar heitins Sveinssonar um nokkra hríð. Þá var Páll organisti í Brautarholtskirkju, Saurbæjarkirkju og Reynivallakirkju. Páll var félagi í Rótarýklúbbi Mosfellssveitar...</p> <p align="right">Úr andlátsfregn í Morgunblaðinu 6. mars 2016, bls. 14</p>

Staðir

Listaskóli Mosfellsbæjar Tónlistarnemandi -
Klébergsskóli Tónlistarkennari -
Brautarholtskirkja á Kjalarnesi Organisti -
Saurbæjarkirkja á Kjalarnesi Organisti -
Reynivallakirkja Organisti -

Skjöl


Kórstjóri , organisti , tónlistarkennari , tónlistarnemandi og útsetjari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 9.03.2016