Andrea Gylfadóttir 13.09.1962-

<p>Andrea nam sellóleik í Tónlistarskóla Akraness, Tónlistarskóla Reykjavíkur, Tónlistarskóla Garðabæjar og einnig í einkatímum. Hún stundaði söngnám í Söngskóla Reykjavíkur á árunum 1985 til 1987 og tók þaðan burtfararpróf árið 1987.</p> <p>Andrea hefur fyrir löngu skapað sér nafn sem ein frambærilegasta söngkona okkar íslendinga og skipta plöturnar sem hún hefur sungið inná tugum, hvort heldur sem einstaklingur undir eigin nafni eða með þeim hljómsveitum sem hún hefur starfað með, en þær eru ornar nokkrarí gegnum tíðina eins og:</p> <ul> <li>Grafík</li> <li>Vinir Dóra</li> <li>Blúsmenn Andreu</li> <li>Borgardætur</li> <li>Todmobile</li> <li>Tweety</li> <li>og ýmsar jazzhljómsveitir.</li> </ul> <p>Þá hefur Andrea tekið að sér ýmis önnur tónlistartengd verk t.d. sá hún um tónlist í uppfærslu Þjóðleikhússins á Kirkjugarðsklúbbnum. Komið fram og leikið í ýmsum söng og leikuppfærslum eins og Ávaxtakörfunni.</p> <p>Andrea var kjörin textahöfundur ársins í Íslensku tónlistarverðlaununum fyrir árin 1993 og 1994. Hún var einnig tilnefnd sem textahöfundur ársins fyrir árið 1996 og sem söngkona ársins flest þau ár sem verðlaunin hafa verið afhent.</p> <p align="right">Texti af Tónlist.is (2013).</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Blúsmenn Andreu Söngkona 1989
Borgardætur Söngkona 1993
Grafík Söngkona
Todmobile Söngkona 1988
Tríó Björns Thoroddsen Söngkona 2007

Tengt efni á öðrum vefjum

Sellóleikari , söngkona og textahöfundur
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 17.04.2018