Bjarni Frímann Bjarnason 26.08.1989-

Bjarni Frímann Bjarnason er fæddur í Reykjavík árið 1989. Hann hóf að leika á fiðlu fjögurra ára gamall og stundaði nám hjá Lilju Hjaltadóttur og Guðnýju Guðmundsdóttur. Hann lauk prófi í lágfiðluleik frá Listaháskóla Íslands vorið 2009. Frá 2011 hefur hann stundað nám í hljómsveitarstjórn undir handleiðslu Fred Buttkewitz við Tónlistarháskólann Hanns Eisler í Berlín. Vorið 2012 vann hann fyrstu verðlaun í Hanns Eisler-keppninni í Berlín fyrir frumflutning á píanótilbrigðum eftir Viktor Orra Árnason. Sama ár hlaut hann undirleikaraverðlaunin í ljóðasöngkeppni sem kennd er við Paulu Salomon-Lindberg í sömu borg.

Bjarni hefur komið fram víðsvegar um Evrópu, bæði sem strengja- og hljómborðsleikari. Hann stjórnar strengjasveitinni Skark, sem hefur á undanförnum árum staðið fyrir nýstárlegum flutningi nútímatónlistar.

- - - - -

Bjarni Frímann was born in Reykjavík 1989. He studied the violin from the age of four with Lilja Hjaltadóttir and Guðný Guðmundsdóttir. He graduated as a violist from the Iceland Academy of the Arts in 2009 and has since 2011 studied orchestral conducting with Fred Buttkewitz at the Hochschule für Musik - Hanns Eisler in Berlin. In spring 2012 he received the first prize at the Hanns Eisler Preis in Berlin for the premiere of Viktor Orri Árnason's Piano Variations. The same year he was awarded the accompanist's prize at the Paula Salomon-Lindberg competition for Lied in the same city. Bjarni has appeard throughout Europe as well as Iceland as both string player and keyboardist. He conducts the Skark String Ensemble, which specializes in new approach to new music.

Listasafn Sigurjóns – tónleikaskrá 8. júlí 2014.

Staðir

Listaháskóli Íslands Háskólanemi -2009
Hanns Eisler tón­list­ar­há­skól­i í Berlín Háskólanemi 2011-

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Fiðluleikari, háskólanemi, píanóleikari, stjórnandi og víóluleikari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 11.08.2015