Ásgeir Sverrisson 09.06.1928-27.09.2008

<p>... Ásgeir stundaði nám í Héraðsskólanum á Laugarvatni og lauk þaðan prófi vorið 1948 eftir tveggja vetra nám. Næstu ár stundaði hann nám við Námsflokka Reykjavíkur og Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem hann lagði stund á píanó- og tónfræðinám undir handleiðslu Róberts Abrahams Ottóssonar. Einnig nam hann óbóleik þar sem kennari hans var Paul Siegfried Pudelski.</p> <p>Kunnastur mun þó Ásgeir vera fyrir harmónikuleik og stjórn danshljómsveita. Hann lék með ýmsum hljómsveitum undir stjórn margra þekktra tónlistarmanna eins og Óskars Cortes, Carls Billich, Guðmundar Finnbjörnssonar o.fl. þar til hann stofnaði eigin hljómsveit sem lengst lék í Þórscafé og fleiri stöðum en söngkona hljómsveitarinnar var kona hans Sigríður Maggy Magnúsdóttir. Þessi hljómsveit kom oft fram í útvarpi og sjónvarpi, m.a. lék hún fyrir dansi í Reykjavík á þjóðhátíðardaginn 17. júní um margra ára skeið.</p> <p>Ásgeir var starfsmaður bókaútgáfunnar Norðra 1953 til 1956 er hann réðst til starfa hjá Samvinnutryggingum til 1989, er félagið sameinaðist Brunabótafélagi Íslands undir nafninu Vátryggingafélag Íslands. Þar starfaði Ásgeir þar til hann lét af störfum fyrir aldurssakir 1998...</p> <p align="right">Úr minningargren í Morgunblaðinu 7. október 2008, bls. 29</p>

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi 1948-1953

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar Hljómsveitarstjóri og Harmonikuleikari 1963 1980

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 19.02.2016