Baldvin Snær Hlynsson 15.12.1997-

Baldvin hóf rythmískt píanónám í tónlistarskólanum Tónsölum sjö ára gamall. Þar lærði hann hjá Agli Antonssyni í tvö ár og síðan hjá Kolbeini Tuma Haraldssyni í fimm ár. Hann hóf jazzpíanónám við Tónlistarskóla FÍH 14 ára gamall og stundar nú nám þar undir leiðsögn Vignis Þórs Stefánssonar í jazzfræðum og Þóru Fríðu Sæmundsdóttur í klassískri tónlist. Baldvin hefur sótt einkatíma hjá Vincent Jacqz og jazznámskeið í Álandseyjum undir leiðsögn Marius Neset, Morten Schantz, Anton Eger og Kristor Lybecker Brødsgaard. Hann hefur farið á masterclass hjá m.a. Lars Jansson, George Colligan, Phil Markowitz, Kristjáni Tryggva Martinssyni og Árna Heimi Ingólfssyni.

Baldvin stundar nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð, hefur sungið í skólakórnum í tvö ár undir leiðsögn Þorgerðar Ingólfsdóttur og leikið með Hljómsveit tónlistarskólanna.

Baldvin gaf út plötuna „Og himinninn grætur” árið 2014.

Texti Badvin Snær 14. júlí 2015

Staðir

Tónlistarskóli Félags íslenskra hljómlistarmanna Tónlistarnemandi 2012-
Menntaskólinn við Hamrahlíð Nemandi 2013-
Tónsalir Tónlistarnemandi 2004-2014

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
3/4 Jazztríó Píanóleikari 2015

Tengt efni á öðrum vefjum

Lagahöfundur, nemandi, píanóleikari og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 18.09.2015