<p>Baldvin hóf rythmískt píanónám í tónlistarskólanum Tónsölum sjö ára gamall. Þar lærði hann hjá Agli Antonssyni í tvö ár og síðan hjá Kolbeini Tuma Haraldssyni í fimm ár. Hann hóf jazzpíanónám við Tónlistarskóla FÍH 14 ára gamall og stundar nú nám þar undir leiðsögn Vignis Þórs Stefánssonar í jazzfræðum og Þóru Fríðu Sæmundsdóttur í klassískri tónlist. Baldvin hefur sótt einkatíma hjá Vincent Jacqz og jazznámskeið í Álandseyjum undir leiðsögn Marius Neset, Morten Schantz, Anton Eger og Kristor Lybecker Brødsgaard. Hann hefur farið á masterclass hjá m.a. Lars Jansson, George Colligan, Phil Markowitz, Kristjáni Tryggva Martinssyni og Árna Heimi Ingólfssyni.</p>
<p>Baldvin stundar nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð, hefur sungið í skólakórnum í tvö ár undir leiðsögn Þorgerðar Ingólfsdóttur og leikið með Hljómsveit tónlistarskólanna.</p>
<p>Baldvin gaf út plötuna „Og himinninn grætur” árið 2014.</p>
<p align="right">Texti Badvin Snær 14. júlí 2015</p>
Staðir
Hópar
Tengt efni á öðrum vefjum