Þórður Jónsson 1672-21.08.1720

<p>Prestur. Stúdent frá Skálholtsskóla 1686 með ágætum vitnisburði, skráður í háskólanum í Höfn 1688. Hafði vonarbréf fyrir Hítardal. Varð þekktur fyrir að fá hrundið hæstaréttardómum sem felldir höfðu verið á föður hans. Kom aftur til landsins 1693, vafalaust attestatus. Varð rektor í Skálholti 1698. Fékk vonarbréf fyrir Staðastað 1701 og fluttist þá að Hjörsey mun hafa vígst 1702 og hafði þá tekið við Staðastað og var þar til æviloka. Varð prófastur í Snæfellsnessýslu frá 1703 til dauðadags. Hann þótti um biskupsembættið á Hólum en fékk ekki. Búhöldur góður, auðugur, góður læknir og tók aldrei gjald fyrir. Var í frremstu röð presta, vel að sér í mörgum greinum. Var manna best að sér í söng og hljóðfæraslætti enda raddmaður góður, skáldmæltur.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ V bindi, bls. 103-104.</p> . </p>

Staðir

Staðakirkja á Staðastað Prestur 1702-1720

Prestur , prófastur og rektor
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 2.01.2015