Ágúst Sigurðsson 15.03.1938-22.08.2010

Prestur. Stúdent frá MA utanskóla. Cand. theol. frá HÍ 3. júní 1965. Stundaði framhaldsnám víða um heim næstu ár. Aðstoðarprestur föður síns að Möðruvöllum í Hörgárdal frá 20. júní 1965. Settur sóknarprestur á Möðruvöllum frá 15. júlí 1965 og kjörinn lögmætri kosningu 8. maí 1966 en afsalaði sér prestakallinu 26. júlí sama ár. Skipaður sóknarprestur í Vallanesi 7. september 1966 til 15. október 1970. Veitt Nesþingsprestakall (Ólafsvík) 23. október 1970 til 31. maí 1972. og Mælifell í Skagafirði 23. maí 1972 til 31. mars 1983. Ágúst var sendiráðsprestur í Kaupmannahöfn frá 1. apríl 1983- 15. júlí 1989. Sóknarprestur á Prestbakka í Hrútafirði frá 15. júlí 1989, settur til að gegna prófastsembætti í Húnavatnsprófastsdæmi 17. ágúst 1999 til 31. maí 2000. Vann auk þess aukaþjónustu allvíða um skemmri tíma. Fékkst við kennslu og ritstörf og býsna afkastamikill á því sviði.

Heimild: Guðfræðingatal 1847-2002 eftir Gunnlaug Haraldsson bls. 199-202

Staðir

Möðruvallakirkja í Hörgárdal Prestur 26.07.1965-1966
Vallaneskirkja Prestur 07.09. 1966-1970
Prestbakkakirkja Prestur 1989-2005
Ólafsvíkurkirkja Prestur 23.20. 1970-1972
Kaupmannahöfn Prestur 1983-1989
Mælifellskirkja Prestur 1972-1983

Prestur

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 28.01.2019