Steinar Viktorsson 30.03.1952-

Steinar fæddist á Hvanneyrarbraut 2 á Siglufirði, næst elstur af fjórum systkinum, tveimur bræðrum og eini systur. Hann var ekki gamall þegar hann fór að hlusta að 78 snúninga plötur föður síns, við misjafnar undirtektir þess gamla, enda plöturnar brothættar.

Steinar flutti á níunda ári í Vogahverfið í Reykjavík sem þá var austasta hverfi borgarinnar; fullt af börnum og æfintýraheimur út af fyrir sig. Steinar bjó í Goðheimum þar sem hann ólst þar upp með skáldum og kúrekum.

Fyrstu skrefin í tónlist steig Steinar með vinum sínum, tvíburunum Ásgeiri klarinettleikara og Georgi gítarleikara Bjarnasonum. Þeim vantaði trommara; Steinar fór í málið og var þar með kominn með sitt hljóðfæri. Fyrsta gig á sviði var í Langholtskirkju.

Í tólf ára bekk Vogaskóla var svo stofnuð hljómsveitin Fónar. Þó ekki liggi fyrir að fullu liðskipan sveitarinnar hafa sagnfræðingar grafið upp nöfn Tómasar síðar Stuðann og Friðriks Þórs kvikmyndaleikstjóri. Á ferlinum hefur Steinar spilað með sveitum eins og: Bendix, Eilífðin, Hljómsveit Jakops Jónssonar, Hljómsveitinni Rósin, FlashBack, Halogen og Blúsmönnum - trommar enn með Blúsmönnum og Halogen. Steinar hefur einnig unnið í tónlist með Ásgeiri Hvíárskáldi, Ágústi Ragnarsyni.

Steinar á tvo syni sem báðir hafa komið við í tónlistinni: Viktor í Raggie on Ice og Áttavilt, og Birgir Örn í Maus og Krónunni.

Steinar koma að ásamt fleirum að stofna Íslensku tónlistaverðlaunanna og var þar níu ár í framkvæmdanefnd.

Steinar Viktorsson (19. maí 2016)

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Bendix Trommuleikari 1967-03 1968-08
Bendix Trommuleikari 1971 1974-09
Blúsmenn Trommuleikari 2014-03
Eilífð Trommuleikari 1969 1970
Falcon Trommuleikari 1965 1967
FlashBack Trommuleikari 2014-05 2015-08
Hljómsveit Jakobs Jónssonar Trommuleikari 1974 1976
Rósin Trommuleikari 1987-05 1991-02

Tengt efni á öðrum vefjum

Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 19.05.2016