Sigríður Sigurðardóttir 23.12.1911-20.06.1999

<p>Sjá nánar: Kennaratal á Íslandi, II. bindi, bls. 100.</p> <p>Var á Maríubakka, Prestbakkasókn, V-Skaft. 1930. Kjörfor: Sigurður Jónsson, f. 22.11.1859 og Guðrún Hansdóttir Wíum, f. 4.8.1872. Kennari. Húsfreyja á Brautarhóli í Svarfaðardal og á Akureyri. Síðast bús. í Reykjavík.</p> <p align="right">Íslendingabók 23. desember 2014.</p> <p>Sigríður fæddist á Dalshöfða í Hörglandshreppi 23. desember 1911. Foreldrar hennar voru Þórunn Káradóttir og Sigurður Sigurðsson. Fósturforeldrar hennar voru Guðrún Hansdóttir-Wiium og Sigurður Jónsson á Maríubakka í Fljótshverfi. Fóstursystkini hennar eru Jón, Sigurður, Sólveig og Lovísa Sigurðarbörn. Hálfsystur hennar (samfeðra) eru Sigþrúður og Elín Sigurðardætur. Hálfbróðir hennar sammæðra er Guðvarður Magnússon í Kanada.</p> <p>Maki Sigríðar var Sigurjón Kristján Kristjánsson, f. 10. september 1907, d. 31. júlí 1982. Börn þeirra eru Sigrún Lovísa og Kristján Tryggvi, bæði gift og eiga afkomendur. Sigrún á sex börn og fimm barnabörn. Kristján á fjögur börn og þrjú stjúpbörn.</p> <p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 1. júlí 1999, bls. 46.</p>

Staðir

Barnaskóli Akureyrar Tónlistarkennari 1955-1956

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 23.12.2014