Kristján Sigtryggsson 08.06.1931-

<p>Kristján fæddist á Leiti í Dýrafirði 8 júní 1931. Hann lauk almennu kennaraprófi 1952 og einnig kennaraprófi í tónfræði og hljóðfæraleik sama ár.</p> <p><span style="background-color: rgba(255, 255, 255, 0.5);">Kristján</span>&nbsp;hóf kennslu við Laugarnesskóla 1952 og var þar aðallega við söngkennslu til ársins 1964. Hann var yfirkennari við Álftamýrarskóla <span style="background-color: rgba(255, 255, 255, 0.5);">skólaárið 1964-1965&nbsp;</span>og við Hvassaleitisskóla 1965-1966 þar sem hann var síðan skólastjóri&nbsp;1966-1994. Hann hefur sótt ýmis námskeið erlendis tengd&nbsp;stærðfræðikennslu, námsstjórn,&nbsp;skólastjórn o.fl. Einnig hefur hann sótt námskeið vegna söngkennarastarfsins.</p> <p>Kristján stundaði píanónám hjá Páli Kr. Pálssyni 1952-1955 og&nbsp;&nbsp;orgelleik hjá dr. Páli Ísólfssyni og Sigurði Ísólfssyni og við Söngkennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík <span style="background-color: rgba(255, 255, 255, 0.5);">1958-1961</span>. Framhaldsnám í orgelleik stundaði&nbsp;<span style="background-color: rgba(255, 255, 255, 0.5);">Kristján</span> hjá Prófessor Gerhard Dickel í Hamborg sumarið 1989. Kristján var organisti og kórstjóri við Áskirkju í Reykjavík 1965-2001.</p> <p>Kristján hefur samið kennsluefni t.d. <i>Ég reikna</i> (ásamt Jónasi B. Jónssyni) 1964, <i>Reikningsbókin mín</i> 1965, <i>Reikningsbók Elíasar Bjarnasonar</i>, endurs. 1966 og <i>Við syngjum og leikum</i> (ásamt Guðrúnu Pálsdóttur) sem er vinnubók í tónlist fyrir 10-12 ára börn, 1971. Einnig hefur Kristján ritað greinar í Organistablaðið.</p> <p>Kristján hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum. Má þar nefna að hann var eftirlitskennari í stærðfræði við bamaskóla Reykjavíkur 1960-1965. Formaður Söngkennarafélags íslands 1958-1961, Stéttarfél. barnakennara í Reykjavík 1959-1960. Formaður Félags ísl. organleikara 1980-1985. í ritnefnd Organistablaðsins 1970-1975 og svo aftur 1981-1985.</p> <p>Eiginkona Kristjáns er Sigrún Guðmundsdóttir, kennari við Hvassaleitisskóla.</p> <p align="right">Byggt á grein um Kristján sextugan í Organistablaðinu 1. ágúst 1992, bls. 11.</p>

Staðir

Húsavíkurkirkja Organisti 1907-1920
Laugarnesskóli Söngkennari 1952-1964
Álftamýrarskóli Yfirkennari 1964-1965
Hvassaleitisskóli Yfirkennari 1965-1966
Hvassaleitisskóli Skólastjóri 1966-1994
Áskirkja Organisti 1965-2001

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 11.08.2020