Ingibjörg Guðjónsdóttir 13.11.1965-

<p>Ingibjörg nam söng hjá Snæbjörgu Snæbjarnardóttur við Tónlistarskóla Garðabæjar og stundaði framhaldsnám við Háskólann í Bloomington í Indiana hjá Virgina Zeani. Hún hefur einnig numið hjá Kerstin Buhl-Möller og hinni þekktu sópransöngkonu Ileana Cotrubas. Ingibjörg hefur haldið fjölda einsöngstónleika, tekið þátt í tónlistarhátíðum, óperum og sungið einsöng með sinfóníuhljómsveitum, kammersveitum og kórum. Undanfarin ár hefur hún mikið flutt samtímatónlist og frumflutt fjölda verka íslenskra tónskálda.</p> <p>Ingibjörg hefur gefið út tvær geislaplötur; Óperuaríur með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Ó Ó Ingibjörg þar sem hún syngur íslensk sönglög í frumlegum búningi með bræðrum sínum, djasstónlistarmönnunum Óskari og Ómari. Ingibjörg er söngkennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, stjórnar Kvennakór Garðabæjar og er listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar Þriðjudagsklassík í Garðabæ.</p> <p>- - - - -</p> <p>Ingibjorg began her music studies at the Garðabær School of Music and furthered her studies at Indiana University in Bloomington where she worked with Virgina Zeani. She has also studied with Kerstin Buhl-Möller and the well-known Romanian soprano Ileana Cotrubas. Besides Ingibjörg's solo career in Iceland and Denmark, she has given recitals and performed as a soloist with symphony orchestras and choirs elsewhere in Europe. In her collaboration with the Icelandic ensemble CAPUT, she has premiered many Icelandic contemporary works.</p> <p>Ingibjörg has released two CDs; Opera Arias, with the Iceland Symphony Orchestra, and Ó Ó Ingibjörg, where she sings Icelandic songs with her brothers, saxophone player Óskar and guitarist Ómar. Ingibjörg currently teaches singing at Hafnarfjörður School of Music and conducts the Garðabær Women's Choir which she established in 2000.</p> <p align="right">Listasafn Sigurjóns Ólafssonar –&nbsp;Sumartónleikar 11. ágúst 2015.</p>

Staðir

Tónlistarskóli Garðabæjar Tónlistarnemandi -
Indiana háskóli Háskólanemi -
Tónlistarskóli Hafnarfjarðar Söngkennari -

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi , kórstjóri , söngkennari , söngkona , tónlistarmaður og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 12.08.2015