Arngrímur Jónsson 02.08.1737-24.08.1815

Prestur. Fékk konungsleyfi til þess að fara í Skálholtsskóla og varð stúdent þaðan 1765. Vígðist aðstoðarprestur í Hestþingum 8. maí 1766 og gegndi því til 1769 er hann leysti bróður sinn af í eitt ár. Sá var klerkur í Miklaholti. Hann varð aðstoðarprestur á Melum 13. október 1770 og fékk síðan Mela 22. ágúst 1771 og hélt til 1796. Andaðist að Görðum á Álftanesi. Hann var talinn mikill iðjumaður og stöðuglyndur þótt ekki væri hann fljótskarpur.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 32-33.

Staðir

Hestkirkja Aukaprestur 08.05.1766-1769
Miklaholtskirkja Aukaprestur 1769-1770
Melakirkja Aukaprestur 13.10.1770-1771
Melakirkja Prestur 22.08.1771-1796

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 18.08.2014