Hildigunnur Halldórsdóttir 06.03.1966-

Foreldrar: Halldór Vilhelmsson, húsasmiður og söngvari í Garðabæ, f. 24. apríl 1938 í Reykjavík, d. 17. júní 2009 og k. h. Áslaug Ólafsdóttir, tónmenntakennari, f. I 7. okt. 1939 í Reykjavík.

Námsferill: Gekk í Austurbæjarskóla í Reykjavík, Flata- og Garðaskóla í Garðabæ og lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ 1985; stundaði nám við Tónlistarskóla Garðahrepps 1974-1976, Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar 1976-1983 og lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1987; lauk BM-prófi frá Eastman School of Music í Rochester í New York, Bandaríkjunum 1990 og MM-prófi frá sama skóla 1992.

Starfsferill: Hefur verið fiðluleikari í Simfóníuhljómsveit Íslands frá 1992; hefur einnig verið fiðluleikari í Caput-hópnum, Camerarctica og með ýmsum kammersveitum frá 1992; hefur sungið með sönghópnum Hljómeyki frá 1985 og leikið á fiðlu og viola da gamba en auk þess sungið með Contrasti frá 2000; var fiðlukennari við Tónlistarskóla Garðabæjar 1993-1995 og Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar 1993-1998.

Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 203. Sögusteinn 2000.

Staðir

Austurbæjarskóli Nemandi -
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Nemandi -1985
Tónlistarskóli Garðabæjar Tónlistarnemandi 1974-1976
Tónskóli Sigursveins Tónlistarnemandi 1976-1983
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1987
Eastman tónlistarháskólinn Háskólanemi -1992
Tónlistarskóli Garðabæjar Fiðlukennari 1993-1995
Tónskóli Sigursveins Fiðlukennari 1993-1998

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Camerarctica Fiðluleikari 1992
Caput Fiðluleikari 1992
Kammersveit Reykjavíkur Fiðluleikari
Sinfóníuhljómsveit Íslands Fiðluleikari 1992
Symphonia Angelica Fiðluleikari 2016-04

Fiðlukennari, fiðluleikari, háskólanemi, nemandi og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.06.2016