Bernharður Wilkinson 14.03.1951-

Bernharður hefur verið mikilvirkur í íslensku tónlistarlífi sem kennari, flytjandi og stjórnandi, frá því hann réðst til Sinfóníuhljómsveitar Íslands haustið 1975. Orðstír hans sem stjórnanda vex stöðugt og í febrúar 1999 var hann ráðinn aðstoðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Bernharður hefur stjórnað Sinfóníuhljómsveit æskunnar, Lúðrasveit æskunnar og Kammersveit Reykjavíkur. Hann stjórnar einnig sönghópnum Hljómeyki frá 1994.

Bernharður hefur leikið með Blásarakvintett Reykjavíkur frá stofnun hans en kvintettinn, sem fagnar tuttugu ára afmæli um þessar mundir, er orðinn heimsþekktur og hafa verið gefnir út átta geisladiskar með leik þeirra félaga.

Bernharður Wilkinson var kórstjóri Söngsveitarinnar Fílharmóníu frá 1996 til 2003 og hélt áfram á þeirri braut sem fyrirrennarar hans mörkuðu um flutning stórra kórverka. Undir hans stjórn flutti Söngsveitin meðal annars Gloriu Vivaldis, Nelson-messu Haydns, Sálumessu Mozarts og vorið 2000 stjórnaði Bernharður frumflutningi Söngsveitarinnar, Selkórsins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Immanúel eftir Þorkel Sigurbjörnsson.

Söngsveitin Fílharmonía (desember 2013).

Bernharður býr nú og starfar í Færeyjum þar sem hann stjórnar meðal annars Sinfóníuhljómsveit Færeyja.

Jón Hrólfur (desember 2013).

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hljómeyki Stjórnandi 1994
Söngsveitin Fílharmónía Stjórnandi 1996 2003

Tengt efni á öðrum vefjum

Flautukennari, flautuleikari og stjórnandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 11.12.2014