Hjálmar Þorsteinsson 02.12.1742-02.07.1819

Prestur. Stúdent 1764 frá Skálholtsskóla. Vígðist 9. ágúst 1767 aðstoðarprestur á Reykjanesi, fékk uppreisn 20. apríl 1770 fyrir of bráða barneign en mátti þá ekki, eftir uppreisn, gegna prestskyldu á sama stað og varð því aðstoðarprestur í Tröllatungu 1771 og fékk prestakallið að fullu 16. júlí 1776. Hann sagði af sér prestskap vorið 1798 en bjó þar til æviloka. Hann var gáfumaður og vel að sér í mörgum greinum. Lagði stund á náttúrufræði og lækningar, var góður málari, hraustmenni og búsýslumaður er þó heldur drykkjusamur og óviðfelldin í skapsmunum.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 356-57.

Staðir

Tröllatungukirkja Aukaprestur 1772-1798
Staðarkirkja á Reykjanesi Aukaprestur 09.08.1767-
Tröllatungukirkja Prestur 1772-1798

Erindi


Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 11.05.2015