Brynjólfur Jónsson 02.11.1665-29.09.1694

Prestur. Lærði í Skálholtsskóla, stúdent þaðan 1683. Nam við Hafnarháskóla, lauk embættisprófi í guðfræði 1685 og kom samsumars til landsins. Þann 7. apríl 1688 fékk hann Garða á Álftanesi og andaðist þar í svefni. Hann var allra manna hæstur 77 þumlungar og skv. íslenskri túlkun á þumlungi var hann 2,4 - 2,8 sm. Ef reiknað er með 2,6 sm var Bryjólfur rúmlega tveir metrar að hæð. Honum var hælt fyrir vitsmuni og manngæði í erfiljóði.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 279.

Staðir

Garðakirkja Prestur 19.09.1689-1694

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 10.06.2014