Emil Thoroddsen 16.06.1898-07.07.1944

<p>[Foreldrar Emils voru Þórður Thoroddsen, læknir og alþmapur og k.h., Anna Guðjohnsen.] Systkini Emils voru Þorvaldur, forstjóri, píanóleikari og einn stofnenda Tónlistarfélags Reykjavíkur, og Kristín Katrín, móðir Þorvalds Steingrímssonar fiðluleikara. Bróðir Þórðar var Skúli, afi Skúla Halldórssonar tónskálds. Þórður var sonur Jóns Thoroddsen skálds, bróður Jóhönnu, langömmu tónskáldanna Sigurðar Þórðarsonar og Jóns Leifs, og Bjarna Böðvarssonar hljómsveitarstjóra, föður Ragga Bjarna. Anna var systir Kristjönu, móður Jóns, kórstjóra Fóstbræðra; systir Mörtu, ömmu Jórunnar Viðar tónskálds. Anna var dóttir Péturs Guðjohnsen, dómorganista og kórstjóra sem oft er nefndur tónlistarfaðir Reykjavíkur.</p> <p>Emil lærði á píanó hjá móður sinni og Kristrúnu Benediktsson, lauk stúdentsprófum 1917, cand. phil.-prófi í listasögu við Kaupmannahafnarháskóla 1918, lærði málaralist hjá Ásgrími Jónssyni og síðar í Kaupmannahöfn en myndir eftir hann voru þá sýndar í Charlottenborg. Þá stundaði hann tónlistarnám í Leipzig og Dresden 1920-24. Eftir það dvaldi hann í Reykjavík.</p> <p>Emil varð brátt helsti píanóleikari í Reykjavík, aðalpíanóleikari Ríkisútvarpsins og menningarritdómari Morgunblaðsins um langt árabil. Hann var afburðamaður sem tónskáld, píanóleikari, listmálari, leikritahöfundur og gagnrýnandi. Tónverk hans munu þó halda nafni hans á lofti sem eins fremsta tónskálds þjóðarinnar. Meðal tónverka hans eru Alþingishátíðarkantata, 1930; Íslands Hrafnistumenn, 1939; Hver á sér fegra föðurland, frumflutt á lýðsveldishátíðinni á Þingvöllum 1944 og lögin í Pilti og stúlku.</p> <p align="right">Merkir Íslendingar. Morgunblaðið 16. júní 2018, bls. 39</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Útvarpshljómsveitin Píanóleikari

Viðtöl

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Leikritahöfundur , listmálari , píanóleikari , tónlistargagnrýnandi og tónskáld

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 18.06.2018