Bryndís Pálsdóttir 15.07.1963-

Bryndís Pálsdóttir fiðluleikari lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1984 og Bachelors- og Mastersnámi frá Juilliard-skólanum í New York árið 1988. Helstu kennarar hennar þar voru Dorothy Delay, Hyo Kang og Zinaida Gilels. Að því búnu stundaði hún einkanám í Amsterdam hjá Herman Krebbers. Bryndís hefur verið fastráðin í Sinfóníuhljómsveit Íslands frá haustinu 1989 og fiðlukennari við Tónlistarskólann í Reykjavík frá sama tíma. Hún hefur spilað í allmörgum uppfærslum í Þjóðleikhúsinu, í hljómsveit Íslensku óperunnar og með ýmsum stærri og smærri kammerhópum.

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1984
Juilliard tónlistarháskólinn Háskólanemi -1988
Menntaskólinn við Hamrahlíð Nemandi -
Tónlistarskólinn í Reykjavík Fiðlukennari 1989-

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Sinfóníuhljómsveit Íslands Fiðluleikari 1989

Tengt efni á öðrum vefjum

Fiðlukennari, fiðluleikari, háskólanemi, nemandi og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.06.2016