Jón Óskar Guðmundsson 30.03.1912-17.03.2009

... Jón Óskar ólst upp í Norður-Nýjabæ hjá móðurafa sínum og ömmu, við gott atlæti og mikla manngæsku. Hann tók við búinu er þau hættu búskap, annaðist þau og systur Þórunnar, Sólrúnu og Guðrúnu, til andláts.

Jón Óskar og Sigurbjörg stunduðu búskap í Norður-Nýjabæ þar til þau fluttu til Reykjavíkur 1953 og bjuggu á Langholtsvegi 44. Árið 1984 fluttist Jóna Borg og hennar fjölskylda á Langholtsveginn og bjó með þeim til ársins 2007, er þau fluttu að Hrafntóftum til Björgúlfs og Pálínu dóttur sinnar. Nutu þau góðrar umönnunar þeirra systra og fjölskyldna þeirra.

Jón Óskar lærði ungur á bíl og var með ökuskírteini númer 18. Hann var rammur að afli, mikill hagleiksmaður og bryddaði upp á mörgum nýjungum við búskapinn. Hann var, ásamt Óskari í Hábæ, frumkvöðull að kartöflurækt í stórum stíl í Þykkvabænum og keypti fyrstu kartöflu-upptökuvélina þangað. Hann fékk dráttarvél og smíðaði ýmis tæki og tól fyrir hana til að auðvelda alla vinnu. Eftir að þau hjónin fluttu til Reykjavíkur, vann hann hjá Áburðarverksmiðju ríkisins, síðar við smíðar, húsaflutninga, ýmsa verkamannavinnu, lengst af í Gúmmívinnustofunni og Barðanum. Jón Óskar hafði mikla ánægju af ferðalögum og laxveiðum og vildi þá gjarnan hafa börnin og maka með. Á meðan hann gat, skar hann í tré og eiga ættingjar og vinir margan kjörgripinn, sem hann hefur smíðað og skorið út...

Úr minningargrein í Morgunblaðinu 28. mars 2009, bls. 43.


Tengt efni á öðrum vefjum

Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 28.05.2015