Björn Ingiberg Jónsson 16.10.1966-

<p>Björn Ingiberg nam við Söngskólann í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Hann útskrifaðist með einsöngvarapróf frá tónlistarháskólanum Trinity College of Music (nú Trinity Laban Conservatoire of Music and Dance) í London árið 1994. Björn fékk námsstyrk frá tónlistarháskólanum Guildhall School of Music and Drama í London og lauk hann námi frá óperudeild skólans árið 1996.</p> <p>Aðalkennari hans þar var Thomas Hemsley CBE. Björn sótti söngtíma hjá Sigurði Demetz og að undirlagi hans var honum boðið til Ítalíu til að syngja hlutverk Nemorino í óperunni Ástardrykknum eftir Donizetti undir leiðsögn Katiu Ricciarelli. Uppfærslan var sýnd í ítalska ríkissjónvarpinu RAI 3. Í framhaldi af því sótti Björn einkatíma bæði hjá Katiu Ricciarelli og síðar hjá Franco Corelli í Mílanó. Við Íslensku óperuna hefur Björn sungið hlutverk Normanno í Luciu di Lammermoor, Ferrando í Cosi fan Tutte og Nemorino í Ástardrykknum. Björn var fastráðinn við óperuna í Malmö þar sem hann söng í mörgum óperuuppfærslum og á tónleikum m.a. hlutverk Tonio í Dóttur herdeildarinnar. Fyrir frammistöðu sína í því hlutverki hlaut hann lofsamlega dóma. Önnur hlutverk Björns eru m.a. Nadir í Perluköfurunum, Carlo í Linda di Chamounix, Le père í Dialogues des Carmelites, Pong í Turandot og Beppe í Pagliacci. Af kirkjulegum verkum hefur hann m.a. sungið messur og óratoríur eftir Bach, Händel, Haydn, Rossini, Dvořák og Mozart á Íslandi og víða um Evrópu. Björn hefur tekið þátt í frumflutningi íslenskra verka, s.s. Guðbrandsmessu eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, óratoríunni Ceciliu eftir Áskel Másson og óperunni Ragnheiði eftir Gunnar Þórðarson í Skálholti síðastliðið sumar.</p> <p align="right">Af vef Íslensku óperunnar (17. mars 2016)</p>

Staðir

Menntaskólinn í Reykjavík Nemandi -
Guildhall School of Music and Drama Háskólanemi -1996
Trinity tónlistarháskólann í London Háskólanemi -1994

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi , nemandi og söngvari
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 17.03.2016