Vigfús Jónsson 12.06.1706-02.01.1776

<p style="margin-left:-.05pt;">Prestur. Vígðist aðstoðarmaður föður síns að Hítarnesi 8. nóvember 1733 og fékk vonarbréf fyrir embættinu 21. janúar 1735 og tók við því að fullu 1736 við lát föður síns. Lét af prestskap í fardögum 1775. Var prófastur í Mýrasýslu 1740-1775. Harboe gefur honum góðan vitnisburð og telur hann vel að sér í íslenskum fræðum en nokkuð drykkfelldan og viðhafði þá stundum hégómalæti. Hann var vel að sér í ýmsum greinum en drykkjuskapur hamlaði honum. Af ritum hans er fátt prentað nema Buchwalds yfirsetu­ kvennaskóli, er hann sneri úr dönsku (Hól­um 1749). Hann jók að ýmsu leyti rit föður síns og hélt sumum þeirra lengra áfram; einn­ig hefur hann ritað æfisögu séra Hallgríms Péturssonar, sem prentuð er framan við sum­ar útgáfur af Hallgrímskveri, ennfremur bréf um kaupskap Íslendinga við útlendar þjóðir og dagvillur um íslensk eyktamörk; hann sneri einnig úr dönsku krossskóla Wudrians en sú þýðing hefur ekki verið prentuð. </p>

Staðir

Hítardalur Aukaprestur 08.11. 1733-1736
Hítardalur Prestur 1736-1775

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 5.10.2014