Þórunn Elín Pétursdóttir 03.08.1972-

Þórunn Elín stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Elísabetar Erlingsdóttur. Þaðan lauk hún B. Mus. prófi vorið 2004. Veturinn 2002-2003 var hún skiptinemi við Universität der Künste í Berlín. Aðalkennari hennar þar var prof. Ute Niss. Þórunn Elín fór með hlutverk Saffiar í uppsetningu Óperustúdíós LHÍ og Íslensku Óperunnar á Sígaunabaróninum 2004. Hún hefur sótt mörg meistaranámskeið í söng bæði heima og erlendis, meðal annars hjá Joy Mammen, Franco Castellana, Karan Armstrong, Mörthu Sharp, Giovanna Canetti og Galinu Pisarenko. Hún var einn þátttakenda í Ljóðaakademíu Kristins Sigmundssonar og Jónasar Ingimundarsonar í Salnum í Kópavogi vorið 2005. Þórunn Elín hefur sungið með nokkrum kórum, meðal annars Háskólakórnum, Söngsveitinni Fílharmóníu, Mótettukór Hallgrímskirkju og syngur nú með Kórum Áskirkju og Kópavogskirkju. Hún hefur haldið einsöngstónleika og komið fram sem einsöngvari við ýmis tækifæri. Auk tónlistarnáms stundaði Þórunn Elín nám við Háskóla Íslands og hefur BA próf í uppeldis- og menntunarfræðum og heimspeki, auk kennsluréttinda. Samhliða söng starfar hún við tónmenntakennslu.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 5. ágúst 2008.


Söngkona, tónlistarkennari og tónlistarmaður
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 8.10.2013